Endurreisn sjálfstæðisflokksins gengur vel

Frá kosningunum 2013 hefur ráðherrum fjölgað úr 8 í 11. Af 11 ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar koma 9 þeirra  úr sjálfstæðisflokknum eða hafa verið þar nýlega. Tveir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar sátu í Hrunstjórninni fyrir sjálfstæðisflokkinn.
Af 8 nefndarformönnum koma 7 úr sjálfstæðisflokknum eða hafa verið þar nýlega. Forseti Alþingis kemur úr röðum sjálfstæðisflokksins.
Í lok ágúst mátti lesa þetta á vinsælu bloggi af Amarósvæðinu: „Það hljómar kannski sem öfugmæli en góður árangur Viðreisnar í kosningunum í haust er kannski eini raunhæfi möguleiki sjálfstæðisflokksins þegar til lengri tíma er litið til að ná aftur fyrri styrk.“
Það má segja að endurreisn sjálfstæðisflokksins hafi gengið betur og hraðar fyrir sig en nokkur þorði að óttast.