Regla fremur en undantekning

Það er regla fremur en undantekning að sjálfstæðismenn ausi peningum úr ríkissjóði til flokksfélaga sinna. Það má telja til fjölmörg dæmi því til stuðnings, t.d. þetta, þetta, þetta og þetta. Allt á aðeins þeim rúmum tveim árum sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn að þessu sinni og aðeins fátt eitt nefnt.
Í því ljósi er málatilbúnaður þessa manns beinlínis hlægilegur. Einfaldlega vegna þess að hann vegur að eðli sjálfstæðisflokksins og kemur í veg fyrir að flokkurinn geti misfarið með opinbert fé í þágu flokksfélaga eins og hann hefur gert árum og áratugum saman.
Eðli sjálfstæðisflokksins verður ekki breytt.