Besta ríkisstjórn lýðveldissögunnar

Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar urðu á mörg mistök á síðasta kjörtímabili. En þau voru öll minniháttar og höfðu ekki merkjanleg áhrif á uppbyggingu samfélagsins úr rústum Hrunsins. Á kjörtímabilinu tókst að koma í veg fyrir stórkostlegt atvinnuleysi eins og spáð var að yrði. Verðbólga náðist  úr 20% niður í 3,3% og vextir fóru niður um 2/3 af því sem þeir voru árið 2009. Skuldir heimila sem náðu hæstu hæðum í árslok 2008 fóru á par við það sem þær voru fyrir Hrun. Ríkið greiddi um þriðjung vaxtakostnaðar heimilisskulda og bauð upp á ýmis úrræði fyrir þau sem voru í erfiðleikum. Hagvöxtur varð meiri hér á landi en í nokkru öður landi. Heilbrigðiskerfið, illa leikið eftir óstjórn góðærisáranna, hélt þrátt fyrir allt velli og sameiginleg framtíðarsýn stjórnvalda og stjórnenda og starfsfólks Landspítalans var skýr. Framhalds- og háskólar voru opnaðir upp á gátt fyrir ungt fólk til frekara náms. Jöfnuður í samfélaginu jókst. Við nálguðumst norræna módelið hraðar og meir en nokkru sinni áður.
Þjóðin, í allri sinni ólukku Hrunsins, var ljónheppin að hafa fólk eins og Steingrím og Jóhönnu til að leiða sig á slíkum erfiðleikatímum. Það mun koma enn betur í ljós en áður á morgun þegar fjárlagafrumvarp hægristjórnarinnar verður opinberað.
Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar er án vafa besta ríkisstjórn lýðveldissögunnar. Saga hennar verður skráð með gullnu letri í sögubækur framtíðarinnar.
Fótnóturnar rúma sögu hinna.